Næsta stopp: Wien

Ég er ekki frá því að fullyrða megi að gærdagurinn hafi verið erfiður. 5 tíma rútuferðin til Vínarborgar varð að 6 tímum. Hádegishléið á autobananum var tekið á "Landzeit", þar sem margir fengu beint í æð austurríska matarmenningu. Strax við komu til Vínar var haldið á þriggja tíma æfingu í Konzerthaus. Engin miskunn. Konzerthaus-salurinn er mjög fallegur og ágætis hljómur. Ég er þó ekki frá því að hann geri bassahljóðfærum of hátt undir höfði. Í gærkvöldi fóru margir úr hljómsveitinni á tónleika, tvennt var í boði: Concertgebouw-hljómsveitin og Jansons voru með tónleika í Musikverein og spiluðu Schubert 3 og Bruckner. Frábærir tónleikar. Aðrir fóru í Konzerthaus að heyra Wiener Symphoniker með Ingo Metzmacher. Vín er einstök borg. Að labba t.d. framhjá dánarstað Mozarts og mínútu síðar framá hús Haydns er magnað. Nú er bara duga eða drepast í kvöld! HOE

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband