Styttist í næstu tónleikaferð

Það styttist óðum í næstu tónleikaferð Sinfóníuhljómsveitarinnar. Að þessu sinni er áfangastaðurin Færeyjar. Hljómsveitin mun flytja dagskrána "Manstu gamla daga" sem flutt var á síðasta starfsári í Háskólabíói við mikinn fögnuð á tvennum tónleikum. Eivör Pálsdóttir og Ragnheiður Gröndal sungu gömul íslensk dægurlög í nýjum útsetningum Hrafnkels Orra Egilssonar, sellóleikara og kynnir var hin eina sanna Ragnheiður Ásta Pétursdóttir. Sinfóníuhljómsveitin og allt þetta sómafólk mun standa á sviði Norðurlandahússins í Færeyjum þann 14. júní næstkomandi og hittir þar fyrir hljómsveitarstjórann Bernmharð Wilkinson, en hann hefur búið í Færeyjum um nokkurt skeið.

Dagskráin verður fyrst leikin hér heima á tónleikum í Háskólabíó 12. júní. tónleikarnir tókust einstaklega vel í fyrra og allir sem misstu af þeim þá, ættu ekki að hika lengi með að kaupa miða. Það er reyndar hægt nú þegar á síðu Sinfó: http://sinfonia.is/default.asp?page_id=6317&event_id=3295

Góða skemmtun!


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband