Færsluflokkur: Tónlist

Næsta stopp: Zagreb

auglys2Í dagrenningu var haldið áleiðis til Franz Josef Strauss-flugvallar í útjaðri München-borgar. Arnaldur Indriðason á metsölulistanum í bókabúðinni út á flugvelli. Vertu. Áfangastaður er Króatía. 50 mínútna flug yfir fjallendi en síðar rútuferð inn til Zagreb. Þeir sem fóru með Kammersveit Reykjavíkur til Rússlands um árið kunna að hafa fundið ákveðinn samhljóm í arkitektúr úthverfa þessara tveggja landa Austur-Evrópu.  Þjónustan á veitingastöðum er ekki uppá marga fiska hér í borg, einhverra hluta vegna. Ég ákvað að tékka á froskfiskinum, sem var ágætis matur, lúðu/skötuselur. En, hei, hvað var cornerstone? Kjúklingur með hornsteini. Hljómar vel. Nokkrir félagar skrifa undir mótmælaskjal vegna þéttingar byggðar. Eða var það e-ð ljótt glerhýsi? Hvernig er það, er ekki bannað að blanda sér í innanríkismál sjálfstæðra ríkja? Tónleikahöllin var hin fínasta eftirstríðsárabygging með ágætis hljómi og þakklátum áheyrendum. Sviðsmenn vorir upplifðu kalt stríð þegar deilur upphófust við innfædda kollega um staðsetningu kontrabassa-kassa. Framundan á morgun: 5+ tíma rútuferð til Vínar. Og það er fjör.

 HOE


Lestrarefni

Bendi þeim sem áhuga hafa á afrit af þeirri gagnrýni sem við höfum séð hingað til. Þetta má finna hér, hér, hér, hér og hér!

 HOE


Myndband 3

Pétur Grétars hefur verið iðinn við kolann í myndbandagerðinni. Hér er nýjasta afurð hans, takið eftir loftinu úr tónlistarhúsinu í Duesseldorf. HOE

Bestu tónleikar ferðarinnar?

Þriðju tónleikar hljómsveitarinnar á tónleikaferð sinni um Þýzkaland, Austuríki og Króatíu voru haldnir í Stadhalle í Braunschweig að viðstöddum sendiherra Íslands í Þýzkalandi Ólafi Davíðssyni ásamt borgarstjóranum í Braunschweig. Salurinn er heldur óvenjulegur í laginu, sexhyrndur en hljómurinn er engu að síður afar hlýr og voldugur - enda gengu hljómsveit, stjórnandi og einleikari á lagið og var leikgleðinni gefinn laus taumurinn.
Á efnisskránni voru Forleikurinn að Galdra Lofti eftir Jón Leifs, Grieg píanókonsertinn og önnur sinfónía Sibelíusar. Heyrst hefur að heldur þyki Þjóðverjum forleikurinn að Galdra Lofti harður undir tönn og hafa heyrst raddir sem tala um hann sem hálfgert kúltúrsjokk og sumir kvörtuðu undan hjartsláttartruflunum. Engu að síður þáði hljómsveitin gott lófatak að launum fyrir leikinn. Lyliu Zilberstein ætlaði salurinn ekki að sleppa fyrr en hún léti til leiðast að leika aukalag en hún stóðst raunina eftir að hafa verið kölluð 5 sinnum fram á sviðið. Síbelíus fór á mikið flug eftir hlé og var hljómsveitin hyllt að leik loknum með bravóköllum og dynjandi lófataki. Heyrðu flugumenn hljómsveitarinnar ýmsar háfleygar staðhæfingar úti í sal, meðal annars ummæli konu sem sagði við sessunaut sinn að hún hefði nú hlýtt á Sibelíus fluttan í mörg ár en skyldi núna fyrst hvers vegna fólki þætti hann yfirleitt skemmtilegur. Einnig er það farið að tíðkast að kvenpersónur ýmsar ráða sér ekki eftir tónleika og æða upp á svið með yfirlýsingum og látum.
Þjóverjar eru afar þakklátir áheyrendur og láta óspart í ljósi þegar þeim líkar vel enda þurfti hljómsveitin að leika tvö aukalög í lok tónleikanna eftir standandi lófatak og er litlu logið þegar sagt er að Sprengisandur í útsetningu Páls Pampichler Pálssonar sé undantekningarlítið bezti smellur hljómsveitarinnar.

 EP


Köln

Ferdalagid hingad til Kölnar gekk agaetlega og folk vid goda heilsa, synist mer, tilbuid i slaginn fyrir kvöldid, svo madur stelist adeins i likingamal ithrottanna. Eda eins stundum er sagt her i Thyskalandi: Neuer Tag, Neues Glück!

HOE


Fílharmonían í Köln

Fílharmonían í KölnÞegar við spiluðum í Þýskalandi síðast byrjuðum við einnig tónleikaferðina í Köln. Frábær salur en mjög stór, yfir 2000 sæti ef ég man rétt. Það hefur ákveðna kosti og galla. Mig minnir að maður hafi ekki heyrt neitt sérstaklega vel í öðrum hljóðfærum á sviðinu, en það kann að vera misminni. Hinsvegar höfum við aðeins lengri æfingu á mánudaginn fyrir tónleikana en síðast, sem er ágætt, til þess að venjast hljómburði salarins. Myndin til vinstri er tekin á æfingunni í salnum árið 2003. HOE

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband