Sinfóníuhljómsveit Íslands
Sinfóníuhljómsveit Íslands var stofnuð árið 1950. Hún er skipuð um 80 hljóðfæraleikurum og heldur yfir 60 tónleika á hverju ári. Hljómsveitin er nú á tónleikaferð um Þýskaland, Austurríki og Króatíu og heldur fimm tónleika, í Köln þann 12. febrúar, Duesseldorf þann þrettánda, Braunschweig þann fjórtánda, Zagreb þann sautjánda. Tónleikaferðinni lýkur í Vínarborg með tónleikum þann 19. febrúar í Konzerthaus. Meðal fyrri aðalhljómsveitarstjóra má nefna Finnana Petri Sakari og Osmo Vanska sem og Frakkann Jean-Pierre Jacquillat. Núverandi aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands er Bretinn Rumon Gamba. Höfundar færslna: Eggert Pálsson (EP), Hrafnkell Orri Egilsson (HOE), Jónína Auður Hilmarsdóttir (JAH), Rúnar Óskarsson (RÓ), Sigurgeir Agnarsson (SA), Þórunn Ósk Marinósdóttir (ÞÓM).