5.2.2007 | 11:02
Frjáls!?
2 dagar í brottför. Það á þó ekki við um hljóðfærin sem voru tekin af okkur í hádeginu í dag. Það er ekki einfalt að flytja heila sinfóníu milli landa, sérstaklega stærri hljóðfærin. Flest þeirra fara til Liege í nótt með fraktflugi í sérstökum kössum. Eins gott að við sjáum þau heil á húfi í Köln á sunnudaginn! Hljóðfæraleikara er yfirleitt illa við að skilja við sig hljóðfærið en því fylgja vissulega kostir. Hvað á maður af sér að gera fram á sunnudag?
HOE
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning