10.2.2007 | 22:23
Fílharmonían í Köln
Þegar við spiluðum í Þýskalandi síðast byrjuðum við einnig tónleikaferðina í Köln. Frábær salur en mjög stór, yfir 2000 sæti ef ég man rétt. Það hefur ákveðna kosti og galla. Mig minnir að maður hafi ekki heyrt neitt sérstaklega vel í öðrum hljóðfærum á sviðinu, en það kann að vera misminni. Hinsvegar höfum við aðeins lengri æfingu á mánudaginn fyrir tónleikana en síðast, sem er ágætt, til þess að venjast hljómburði salarins. Myndin til vinstri er tekin á æfingunni í salnum árið 2003. HOE
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.