12.2.2007 | 22:35
Gífurleg fagnaðarlæti eftir vel heppnaða tónleika í Köln
Eftir vel heppnaða tónleika í Köln ætlaði fagnaðarlátunum seint að linna. Rumon Gamba, aðalhljómsveitarstjóri, greip til þess ráðs eftir fjögur aukalög að taka báða konsertmeistarana með sér útaf sviðinu og hljómsveitin fylgdi á eftir. Á efnisskránni var forleikur að Galdra Lofti eftir Jón Leifs, píanókonsert eftir Grieg og önnur sinfónía Sibeliusar.
Hljómsveitarmeðlimir voru sammála um að hljómburður hússins væri frábær, strengirnir hljómuðu frábærlega og var samanburðurinn við Háskólabíó bíóinu frekar óhagstæður, svo ekki sé meira sagt.
Meðfylgjandi er mynd sem undirritaður tók á æfingu, vonandi fylgir eitthvað meira á morgun, einhverjir voru með vídeovélar og er stefnan að setja valin skot á vefinn í fyrramálið.
RÓ.
Athugasemdir
Frábært, gaman að heyra. Svo Gamban hefur þurft að grípa til neyrðarúrræða til að hlífa hljómsveitinni við maraþonkonsert! Hvað voru tónleikarnir eiginlega langir?
PS: Bent var á bloggið á síðum Mogga í dag.
Sváfnir (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 08:58
Til hamingju, öll!
Mamma Hlínar
Ásdís Egilsdóttir (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 09:28
Frábært hvað gekk vel, kveðja,
Gummi Hafsteins á kafi í bleyuskiptingum !
Guðmundur Hafsteinsson (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.