Næsta stopp: Duesseldorf

Ég held ég neyðist til að taka til baka það sem ég sagði um tónleikasalinn í Köln, það var greinilega misminni. Þessi salur var frábær, mjög þægilegt að spila, maður heyrði bæði vel í sjálfum sér og í öðrum. Hann er líka þannig úr garði gerður að hann hefur mjög mikla dýnamíska breidd, hinir sterkustu staðir njóta sín mjög vel sem og þagnirnar, sem verða mjög áhrifamiklar. Í eftirmiðdaginn förum við til Duesseldorf sem er sirka klukkkustundar akstur héðan. Þar skilst okkur að sé e-ð búið að eiga við akústikina síðan við vorum þar síðast, enda var hún ekkert sérstök. Tonhalle í Duesseldorf er mjög sérstakt hús í laginu, það hýsti stjörnuskoðunarsafn (planetarium) áður en það var gert að tónleikahúsi. HOE.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband