18.2.2007 | 01:13
Næsta stopp: Zagreb
Í dagrenningu var haldið áleiðis til Franz Josef Strauss-flugvallar í útjaðri München-borgar. Arnaldur Indriðason á metsölulistanum í bókabúðinni út á flugvelli. Vertu. Áfangastaður er Króatía. 50 mínútna flug yfir fjallendi en síðar rútuferð inn til Zagreb. Þeir sem fóru með Kammersveit Reykjavíkur til Rússlands um árið kunna að hafa fundið ákveðinn samhljóm í arkitektúr úthverfa þessara tveggja landa Austur-Evrópu. Þjónustan á veitingastöðum er ekki uppá marga fiska hér í borg, einhverra hluta vegna. Ég ákvað að tékka á froskfiskinum, sem var ágætis matur, lúðu/skötuselur. En, hei, hvað var cornerstone? Kjúklingur með hornsteini. Hljómar vel. Nokkrir félagar skrifa undir mótmælaskjal vegna þéttingar byggðar. Eða var það e-ð ljótt glerhýsi? Hvernig er það, er ekki bannað að blanda sér í innanríkismál sjálfstæðra ríkja? Tónleikahöllin var hin fínasta eftirstríðsárabygging með ágætis hljómi og þakklátum áheyrendum. Sviðsmenn vorir upplifðu kalt stríð þegar deilur upphófust við innfædda kollega um staðsetningu kontrabassa-kassa. Framundan á morgun: 5+ tíma rútuferð til Vínar. Og það er fjör.
HOE
Athugasemdir
Gaman að fylgjast með sigurferð Sinfó! Góðar stuðkveðjur til vina og kunningja frá
Haagverjunum. Kv. Hugi og Hanna.
Hugi Guðmundsson (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 10:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.