Næsta stopp: Zagreb

auglys2Í dagrenningu var haldið áleiðis til Franz Josef Strauss-flugvallar í útjaðri München-borgar. Arnaldur Indriðason á metsölulistanum í bókabúðinni út á flugvelli. Vertu. Áfangastaður er Króatía. 50 mínútna flug yfir fjallendi en síðar rútuferð inn til Zagreb. Þeir sem fóru með Kammersveit Reykjavíkur til Rússlands um árið kunna að hafa fundið ákveðinn samhljóm í arkitektúr úthverfa þessara tveggja landa Austur-Evrópu.  Þjónustan á veitingastöðum er ekki uppá marga fiska hér í borg, einhverra hluta vegna. Ég ákvað að tékka á froskfiskinum, sem var ágætis matur, lúðu/skötuselur. En, hei, hvað var cornerstone? Kjúklingur með hornsteini. Hljómar vel. Nokkrir félagar skrifa undir mótmælaskjal vegna þéttingar byggðar. Eða var það e-ð ljótt glerhýsi? Hvernig er það, er ekki bannað að blanda sér í innanríkismál sjálfstæðra ríkja? Tónleikahöllin var hin fínasta eftirstríðsárabygging með ágætis hljómi og þakklátum áheyrendum. Sviðsmenn vorir upplifðu kalt stríð þegar deilur upphófust við innfædda kollega um staðsetningu kontrabassa-kassa. Framundan á morgun: 5+ tíma rútuferð til Vínar. Og það er fjör.

 HOE


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að fylgjast með sigurferð Sinfó! Góðar stuðkveðjur til vina og kunningja frá
Haagverjunum. Kv. Hugi og Hanna.

Hugi Guðmundsson (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband