20.2.2007 | 00:09
Uppselt í Vínarborg-frábærar viðtökur
Færri komust að en vildu í kvöld á lokatónleikum okkar í tónleikaferð þessari. Uppselt og almennt dúndrandi stemning í salnum. Vinafélag Sinfóníunnar var búið að tryggja sér nokkra miða og nutu kvöldsins. Lilya Zilberstein spilaði frábærlega eins og venjulega. Forleikurinn að Galdra Lofti var fyrstur á dagskrá og að loknum Grieg píanókonserti var komið sinfóníu nr. 5 eftir Shostakovich. Við höfum spilað mikið af Shostakovich á liðnum árum en það jafnaðist ekki á við kvöldið í kvöld. Hápunktur ferðarinnar. Viðtökur voru frábærar, Rumon ákvað að spila fyrst Walton-aukalagið, úr Henrí V. Elgar-Chanson de matin fylgdi í kjölfarið en eins og fyrri daginn var það þó þriðja aukalagið sem lyfti þakinu: Á Sprengisandi í útsetningu Páls Pampichler Pálssonar, borins og barnfædds Austurríkismanns, og Sinfó-manns til margra ára. Kunnugir segja engan hafa stjórnað hljómsveitinn eins oft og hann. Hann var á staðnum og fékk að launum blómvönd og glimrandi lófatak. HOE
Athugasemdir
Mér þykir vænt um að heyra að palla hafi verið fagnað vel. Ég hefði sko viljað vera í salnum að hlusta á þessa mega efnisskrá.
Bergþóra Jónsdóttir, 20.2.2007 kl. 01:23
Æ, mig langar svo til Vínarborgar einu sinni enn. Viss um að hafa átt þar þar heima í fyrra lífi á dögum Beethovens og Schuberts. Skyldi Kaldalóns hafa grunað að lag eftir hann ætti eftir að vera spilað af sinfóníuhljómsveit í sjálfri Vínarborg!
Sigurður Þór Guðjónsson, 4.3.2007 kl. 13:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.