25.5.2007 | 08:59
Styttist í næstu tónleikaferð
Það styttist óðum í næstu tónleikaferð Sinfóníuhljómsveitarinnar. Að þessu sinni er áfangastaðurin Færeyjar. Hljómsveitin mun flytja dagskrána "Manstu gamla daga" sem flutt var á síðasta starfsári í Háskólabíói við mikinn fögnuð á tvennum tónleikum. Eivör Pálsdóttir og Ragnheiður Gröndal sungu gömul íslensk dægurlög í nýjum útsetningum Hrafnkels Orra Egilssonar, sellóleikara og kynnir var hin eina sanna Ragnheiður Ásta Pétursdóttir. Sinfóníuhljómsveitin og allt þetta sómafólk mun standa á sviði Norðurlandahússins í Færeyjum þann 14. júní næstkomandi og hittir þar fyrir hljómsveitarstjórann Bernmharð Wilkinson, en hann hefur búið í Færeyjum um nokkurt skeið.
Dagskráin verður fyrst leikin hér heima á tónleikum í Háskólabíó 12. júní. tónleikarnir tókust einstaklega vel í fyrra og allir sem misstu af þeim þá, ættu ekki að hika lengi með að kaupa miða. Það er reyndar hægt nú þegar á síðu Sinfó: http://sinfonia.is/default.asp?page_id=6317&event_id=3295
Góða skemmtun!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2007 | 18:33
Myndband 7 / Króatía
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.2.2007 | 16:11
Spennufall
Tónlist | Breytt s.d. kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2007 | 18:24
Tónleikasalir
Tónlist | Breytt s.d. kl. 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2007 | 11:04
Myndband 6
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.2.2007 | 15:42
Iðnaður í Vínarborg
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2007 | 00:09
Uppselt í Vínarborg-frábærar viðtökur
Færri komust að en vildu í kvöld á lokatónleikum okkar í tónleikaferð þessari. Uppselt og almennt dúndrandi stemning í salnum. Vinafélag Sinfóníunnar var búið að tryggja sér nokkra miða og nutu kvöldsins. Lilya Zilberstein spilaði frábærlega eins og venjulega. Forleikurinn að Galdra Lofti var fyrstur á dagskrá og að loknum Grieg píanókonserti var komið sinfóníu nr. 5 eftir Shostakovich. Við höfum spilað mikið af Shostakovich á liðnum árum en það jafnaðist ekki á við kvöldið í kvöld. Hápunktur ferðarinnar. Viðtökur voru frábærar, Rumon ákvað að spila fyrst Walton-aukalagið, úr Henrí V. Elgar-Chanson de matin fylgdi í kjölfarið en eins og fyrri daginn var það þó þriðja aukalagið sem lyfti þakinu: Á Sprengisandi í útsetningu Páls Pampichler Pálssonar, borins og barnfædds Austurríkismanns, og Sinfó-manns til margra ára. Kunnugir segja engan hafa stjórnað hljómsveitinn eins oft og hann. Hann var á staðnum og fékk að launum blómvönd og glimrandi lófatak. HOE
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.2.2007 | 15:16
Næsta stopp: Wien
Tónlist | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2007 | 15:02
Myndband 5
Tónlist | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.2.2007 | 07:20
Myndband 4
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)