13.2.2007 | 23:03
Vel lukkaðir tónleikar í kvöld
Það ríkir alltaf eftirvænting í loftinu þegar spila á í nýju húsi. Eins og áður hefur komið fram spilaði hljómsveitin þó í sömu húsum í Köln og Duesseldorf árið 2003, en síðan hefur hljómsveitin ekki farið utan. Aðstaðan og hljómburður bíósins á Melunum er því það sem fólk á að venjast. Bæði í gær og í dag var ólýsanlega gaman að spila í þessum frábæru tónleikahúsum. Hljóðfæraleikararnir heyra betur í sínum hljóðfærahópum sem og öðrum sem gerir allt samspil mun auðveldara. Einnig er mikill munur á því hversu skýr öll blæbrigði verða. Mikið óskaplega verður nú gaman þegar nýja húsið okkar við höfnina verður í höfn!!
Tónleikarnir í kvöld voru yfirvegaðri en í gær enda fólk búið að anda frá sér fyrsta tónleika-stressinu. Efnisskrá tónleikanna í kvöld var Trílógía eftir Jón Leifs, Tilbrigði við stef eftir Paganini eftir Rachmaninoff og svo var Sibelius endurtekinn frá því í gær. Einleikaranum okkar hefur verið mjög vel tekið bæði í gær og í dag, enda frábær píanisti á ferð. Fagnaðarlætin eftir Sibelius voru heldur engu minni í kvöld en í gær og eftir undurfallegt aukalag eftir Walton kom rúsínan í pylsuendanum Á SPRENGISANDI. Það er eins og Þjóðverjar falli í trans yfir grípandi laginu og þeir sem áður virtust settlegir og dannaðir skipta um ham, stökkva á fætur eins og um handboltaleik væri að ræða og bravóa í bak og fyrir. Og þá loks finnum við til samkenndar með hinum íþróttamönnum þjóðarinnar og verðum voða stolt af því að vera "strákarnir" (eða sko hljómsveitin) ykkar.
JAH
Bloggar | Breytt 15.2.2007 kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2007 | 10:16
Næsta stopp: Duesseldorf
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2007 | 23:21
Nokkrar myndir frá Fílharmoníunni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.2.2007 | 22:35
Gífurleg fagnaðarlæti eftir vel heppnaða tónleika í Köln
Eftir vel heppnaða tónleika í Köln ætlaði fagnaðarlátunum seint að linna. Rumon Gamba, aðalhljómsveitarstjóri, greip til þess ráðs eftir fjögur aukalög að taka báða konsertmeistarana með sér útaf sviðinu og hljómsveitin fylgdi á eftir. Á efnisskránni var forleikur að Galdra Lofti eftir Jón Leifs, píanókonsert eftir Grieg og önnur sinfónía Sibeliusar.
Hljómsveitarmeðlimir voru sammála um að hljómburður hússins væri frábær, strengirnir hljómuðu frábærlega og var samanburðurinn við Háskólabíó bíóinu frekar óhagstæður, svo ekki sé meira sagt.
Meðfylgjandi er mynd sem undirritaður tók á æfingu, vonandi fylgir eitthvað meira á morgun, einhverjir voru með vídeovélar og er stefnan að setja valin skot á vefinn í fyrramálið.
RÓ.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.2.2007 | 09:10
Köln
Ferdalagid hingad til Kölnar gekk agaetlega og folk vid goda heilsa, synist mer, tilbuid i slaginn fyrir kvöldid, svo madur stelist adeins i likingamal ithrottanna. Eda eins stundum er sagt her i Thyskalandi: Neuer Tag, Neues Glück!
HOE
Tónlist | Breytt s.d. kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2007 | 07:05
Leifsstöð
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.2.2007 | 22:23
Fílharmonían í Köln
Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2007 | 11:02
Frjáls!?
2 dagar í brottför. Það á þó ekki við um hljóðfærin sem voru tekin af okkur í hádeginu í dag. Það er ekki einfalt að flytja heila sinfóníu milli landa, sérstaklega stærri hljóðfærin. Flest þeirra fara til Liege í nótt með fraktflugi í sérstökum kössum. Eins gott að við sjáum þau heil á húfi í Köln á sunnudaginn! Hljóðfæraleikara er yfirleitt illa við að skilja við sig hljóðfærið en því fylgja vissulega kostir. Hvað á maður af sér að gera fram á sunnudag?
HOE
Bloggar | Breytt 9.2.2007 kl. 17:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)