Næsta stopp: München

Nokkrir félagar úr sinfó kynntu sér í dag hið mikla tækniundur sem Die Bahn (þ.e. þýsku járnbrautirnar!) er og ákváðu að taka lestina frá Hannover til Muenchen meðan aðrir upplifðu stemninguna á þýsku hraðbrautunum, enn aðrir voru skýjum ofar.  Það skal ósagt látið hvaða ferðamáti er þægilegastur.


Það kemur ýmislegt upp á í ferðum. Þórunni Ósk fannst það sniðugt að panta sér kræklinga í Köln en varð fyrir vonbrigðum. Hún náði þó að kría út koníaksstaup til að hindra magavandræði. Matti Nardeu pantaði sér í kvöld krókódílakjöt á tælenskum veitingastað. Aðrir fylgdu ekki í kjölfarið eftir að þjónninn lýsti kjötinu sem einhverskonar samblandi af kjúklingi og fiski! Honum varð ekki meint af enda leggja þessir Frakkar sér ýmislegt til munns.

 SA/HOE


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband