Næsta stopp: Hannover

Stau!Hin hliðin á tónleikaferðalögum, umferðarhnútur í rigningu innan um endalausar raðir af flutningabílum. Þetta er neyslubrjálæðið í hnotskurn. Allir vilja sína spænsku chorizo, balsamic edikið frá Modena, hollenska goudann og vínin frá Frakklandi - og einhvern veginn þarf þetta allt að komast á eldhúsborðið okkar.
Fólk finnur sér ýmislegt til dundurs, það er ipodinn og bókin, aðrir tefla eða sitja við hannyrðir.Að tafli

Vel á minnst, meðan tollverðirnir voru í óðaönn við að gera allt vaselínið upptækt í Leifsstöð sem hinir vara-viðkvæmu í hljómsveitinni báru með sér, valsaði Lilja horn í gegn með oddhvassa prjónana án nokkurra athugasemda. Breyttar áherslur í hryðjuverkavörnum geri ég ráð fyrir.

Á prjónunumVið nálgumst Hannover óðfluga. Hér er vor í lofti, 12 stiga hitit og gengur á með skúrum. Milt, grátt og súldarlegt - uppáhaldsveðrið hans Sigga selló.

ÞÓM


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða ferð!!! MM systir ÞÓM

Magnea Marinósdóttir (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 18:00

2 identicon

Ég var einmitt sviptur vaselíni á flugvellinum í Orlando sl. þriðjudag. Saxófónleikarinn sem var næstur á undan mér fékk hins vegar að hafa sinn varasalva með í flugið - sá var nefnilega kamfórublandaður og telst því lyf.

Gleymið ekki að tékka á Augustinerkjallaranum í München.  

Góða ferð, Finnbogi túba

Finnbogi Óskarsson (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 08:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband